Næturgisting í Keflavík
Ég keyrði til Keflavíkur í grenjandi rigningu í gær.
Var mættur á Háholtið um 5 leytið og fékk þessar fínu móttökur. Kaffi, breezer og smá bjór. Við biðum þolinmóð eftir bílaleigustarfsmanninum, sem var á kafi í eistum og komst ekki frá. Þegar eistun slepptu þá mætti Steini galvaskur og tók til við eldamennsku ásamt Guðrúnu. Kvöldmaturinn var algjör snilld. Lambafille klætt í sinnep og hvítlauk og grillað. Með þessu var alveg ágætis rauðvín, Roodeberg frá Suður-Afríku.
Í eftirrétt fékk ég svo súkkulaði bakað í ofni. Nammi, namm.
Eftir matinn var svo fengið sér örlítið í tána og þar stóð hæst rúmlega skammtur af koníaki. Ég prófaði svo gin og tónik í fyrsta skiptið og sé að ég er ekki í þeirri deild.
Þegar við vorum búin að þenja hljómtækin með ýmsu góðu þá þótti okkur Steina tilvalið að skella okkur í miðbæinn.
Næturlífið í Keflavík var með eindæmum dapurt. Allar helstu barflugur virtust vera í burtu. Við enduðum á strippstað bæjarins þar sem ástandið var svo lélegt að klæðatæknarnir voru sendir heim af því að engan fisk var að fá.
Við spiluðum ballskák og þurfti undirritaður að lúta í lægra.
Nú sit ég hérna og sötra kaffi með henni Guðrúnu og borða steypta osta. Steini greyjið er að vinna.
jæja, meira kaffi og svo Reykjavíkin.
Arnar Thor
Var mættur á Háholtið um 5 leytið og fékk þessar fínu móttökur. Kaffi, breezer og smá bjór. Við biðum þolinmóð eftir bílaleigustarfsmanninum, sem var á kafi í eistum og komst ekki frá. Þegar eistun slepptu þá mætti Steini galvaskur og tók til við eldamennsku ásamt Guðrúnu. Kvöldmaturinn var algjör snilld. Lambafille klætt í sinnep og hvítlauk og grillað. Með þessu var alveg ágætis rauðvín, Roodeberg frá Suður-Afríku.
Í eftirrétt fékk ég svo súkkulaði bakað í ofni. Nammi, namm.
Eftir matinn var svo fengið sér örlítið í tána og þar stóð hæst rúmlega skammtur af koníaki. Ég prófaði svo gin og tónik í fyrsta skiptið og sé að ég er ekki í þeirri deild.
Þegar við vorum búin að þenja hljómtækin með ýmsu góðu þá þótti okkur Steina tilvalið að skella okkur í miðbæinn.
Næturlífið í Keflavík var með eindæmum dapurt. Allar helstu barflugur virtust vera í burtu. Við enduðum á strippstað bæjarins þar sem ástandið var svo lélegt að klæðatæknarnir voru sendir heim af því að engan fisk var að fá.
Við spiluðum ballskák og þurfti undirritaður að lúta í lægra.
Nú sit ég hérna og sötra kaffi með henni Guðrúnu og borða steypta osta. Steini greyjið er að vinna.
jæja, meira kaffi og svo Reykjavíkin.
Arnar Thor
Ummæli